top of page

Hvar fer ráðstefnan fram? 
Í Hörpu (Silfurbergi) þann 17. nóvember 2016. 

Af hverju ráðstefna? 
Bílar, fólk og framtíðin er einstök ráðstefna fyrir fagaðila, opinbera aðila og aðra sem tengjast bílgreininni, umhverfi hennar og umferðaröryggi. Áherslan verður lögð á að upplýsa um núverandi stöðu, innanlands og erlendis, framtíðaráform og þróun innan greinarinnar og hvernig við getum brugðist við þeim miklu breytingum sem framundan eru.

 

Helstu áherslur ráðstefnunnar:

Framtíðarbíllinn, tækninýjungar og áhrif þeirra, orkugjafar framtíðarinnar, vegakerfi framtíðarinnar, öryggi - allra vegfarenda, samanburður við nágrannalöndin og leitast við að svara spurningunni: Erum við tilbúin?

Fyrir hvern er ráðstefnan? 
Lánveitendur, tryggingarfélög, bílasölur, innflytjendur eldsneytis, bílaleigur, bílaumboð, greiningaraðilar, framleiðendur orkugjafa bifreiða, þjónustuaðilar bifreiða, stjórnvöld, samgöngumál, sýsluskrifstofur, skoðunar og úttektaraðilar, aðilar sem fara með öryggismál o.fl.

Hvað kostar á ráðstefnuna? 
Ráðstefnuverð er k
r. 29.500.


Hvernig greiði ég fyrir þátttöku? 

1. Skrá sig og greiða við skráningu á vefnum með Visa, Mastercard eða með millifærslu. SMELLA HÉR.

 

2. Skrá sig og fá reikning sendann. SMELLA HÉR

3. Fá okkur til að skrá ykkur með því að senda eftirfarandi upplýsingar á netfangið: omar@vistaexpo.is 

   a. Kennitala greiðanda

   b. Nöfn þátttakenda

   c. Netföng þátttakenda

   d. Farsímanúmer þátttakenda.

Reikningur verður síðan sendur á greiðanda. 

 

Hvernig bóka ég gólfpláss / bás á ráðstefnunni? 
Hafðu samband við Ómar í gegnum netfangið: omar@vistaexpo.is eða í síma 893-8164.

Verður boðið upp á eitthvað að borða og drekka? 
Innifalið í miðaverðinu er morgunkaffi, hádegisverður, síðdegiskaffi og léttar veitingar í lok dags.  Þar gefst fábært tækifæri til að hitta fyrirlesarana, kynnast fólki, deila hugmyndum, stækka tengslanet sitt og hafa gaman af. 

Hvernig get ég spurt fyrirlesarana spurninga? 
Þú getur spurt beint eða í gegnum fundarstjóra.  

Verða gerð hlé á dagskránni? 
Já, gert er ráð fyrir morgunkaffi, hádegisverði og síðdegiskaffi. Frábær tækifæri gefst þá til að kynna sér þá þjónustu og vörur sem þátttökufyrirtækin bjóða upp á sýningarsvæðinu. 
 
Get ég afbókað miða? 
Ef þú vilt afbóka af einhverjum ástæðum, hafðu þá samband við okkur í síma 893-8164 eða á netfangið: omar@vistaexpo.is, fyrir 15. október 2016 og fæst þá 60% af miðaverði fæst endurgreitt við afbókun. Miðar verða ekki endurgreiddir eftir 10. nóvember 2016. 

Fyrirvarar
Ráðstefnudagskráin getur breyst af ófyrirséðum ástæðum. 

Fyrirtækið á bak við ráðstefnuna: 
Vista Expo  

Ármúla 6
108 Reykjavík. 
kt. 660515-0110

www.vistaexpo.is

bottom of page